Föstudagur, 6. apríl 2007
Vorboðinn hrjúfi
Nú er ég að hlusta á spurningakeppni fjölmiðlanna frá því rétt eftir hádegi (af því að hér var á flutningstíma langur bröns) og Ævar Örn spurði um vorboðann hrjúfa. Þessi keppni er snilld, og þá eru keppendurnir ekki síðri.
Og fyrir vorboðanum stendur til að eitra á hreiðri sínu ... Mér finnst það vond hugmynd sem myndi hafa það í för með sér að fuglarnir dræpust hingað og þangað, og ekki endilega rúmliggjandi humm hmm.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Föstudagur, 6. apríl 2007
Barnamatseðill og unglingadrykkja
Ég er svo laus við kristilega þanka að mér er alveg sama þótt einhverjir ætli að vera með uppistandskeppni á föstudaginn langa og sjálf ætla ég hér og nú að gera grín að orðinu barnamatseðill sem sést iðulega á betri veitingastöðum. Mig langar t.d. alltaf að spyrja úr hvernig barni barnahamborgarinn sé gerður.
Svo heyrði ég nýlega einhvern benda á orðið unglingadrykkju til samanburðar við kaffidrykkju. Ekki orð um það meir.
Það er nú svo bjútífúl við tungumálið að það er lifandi og ekki alltaf rökrétt.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)