Ekki vanþörf á að birta söguna, hahha

Ég er búin að reyna að skilja hvað gerðist frá því að fréttirnar birtust fyrst en það eina sem ég sé alltaf þegar minnst er á þessa villuráfandi Breta er kona með sígarettu í munninum og slæðu um höfuðið. Það er ekki við íslenska fjölmiðla að sakast (og ekki mig!) því að þegar ég horfi á fréttina á Sky sé ég líka bara sígarettuna. Í mínu fagi, bókmenntum, er svona stundum kallað fleygur, eitthvað sem fangar alla athyglina.

Hún má reykja mín vegna og hún má klæðast því sem hún vill en það breytir því ekki að sígarettan hrópar á athygli mína. Og ég veit enn ekki hvað gerðist, held helst að breskir sjóliðar hafi stolist inn fyrir landhelgi Írana í þökk breskra stjórnvalda til að dreifa athyglinni frá einhverju ófýsilegra.

Smjörklípa?!

Og hver vill borga 33 milljónir fyrir sögubita af smjöri?


mbl.is Bresku sjóliðarnir fá að selja sögu sína
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er Stefán Baldursson hæfastur til að stjórna óperunni?

Kannski.

Ég skil bara ekki að auglýsingin um þetta starf hafi farið framhjá mér og enn síður skil ég að ég finn alls ekki hverjir aðrir sóttu um starfið. Er þetta ekki eftirsóknarvert starf? Voru ekki margir um hituna?

Það getur vel verið að Stefán Baldursson sé sá besti, en ég skil ekki umræðuleysið. Og skortinn á upplýsingum. Nógu oft hefur verið galað þegar stjórar hafa verið ráðnir að Borgarleikhúsinu og Þjóðleikhúsinu. Ég man í fljótu bragði eftir Viðari Eggertssyni og Þórhildi Þorleifsdóttur sem ollu einhverjum usla. Ég man ekki betur en að Stefán hafi stýrt Borgarleikhúsinu um tíma, og Þjóðleikhúsinu þangað til Tinna Gunnlaugsdóttir tók við fyrir tveimur árum eða svo. Sú ráðning læddist heldur ekki með veggjum.

Er þetta kannski einhver sjálfvirkni í Íslensku óperunni, sjálfvirkur ráðningarbúnaður? Hverjir aðrir sóttu eiginlega um?


Keisaramörgæsir og önnur undur

Ég hélt að myndin sem RÚV sýndi á föstudaginn langa væri eitthvað sérstök og setti mig í stellingar til að horfa. Svo var hún aðallega um stóran hóp kjagandi mörgæsa, nógu krúttleg svo sem en ekki það stórvirki sem mér hafði skilist. Allt snýst þetta um væntingar.

Núna er hins vegar á BBC Prime mynd sem heitir Deep Blue, og ætla ég að það vísi til hafdjúpanna, og hún er snilldarlega gerð um mörgæsir, ísbirni, hvali, marflær, steinbíta - og korter eftir. Heppilegt að ég get skrifað blindandi.

Annars er líka handbolti á RÚV núna svo að samkeppnin er hörð, humm hmm. Ísland hlýtur að hafa Túnis, VIÐ erum yfir núna.


Kenna má fyrr en klipið er til beins

Það var orðið aldeilis tímabært að fá málshátt sem einhver matur er í - eftir mörg mögur ár ...

Bloggfærslur 8. apríl 2007

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband