Fimmvörðuháls

Ég man ekki betur en að Garún hafi verið að auglýsa eftir ferðafélögum á Fimmvörðuháls 22.-24. júní. Hún flæktist upp á Hvannadalshnúk í síðasta mánuði þannig að hún er komin í góða æfingu. Hún er lika orðin þjálfuð í að draga skussa með sér þannig að ég sé marga í mínum vinahópi sem ættu erindi. En ég stefni að því að standa undir sjálfri mér ...


Kosningavakan mín

Ég er lúin eftir helgina, sár og móð, og svolítið mædd líka.

Kosningavakan mín hófst í gærmorgun þegar ég fór í Ráðhúsið að kjósa. Þaðan fór ég að forvitnast um beð risessunnar og svo í Bónus að kaupa djús og fleira fyrir síðdegisbrönsinn hjá Habbý. Í Bónusi hitti ég hana Garúnu og hún er svo skemmtileg, alltaf, að í þetta skipti hélt ég að ég yrði of sein heim til að vera komin á undan Kjartani áður en við færum í kosningavöku miðdegisins.

En Kjartan kann illa á klukku þannig að ég bakaði brauð meðan ég beið. Gott að Garún frétti það.

Í Efstasundinu var heldur betur skipst á skoðunum, enda kusu þar menn eina fjóra eða fimm flokka (ekki gefa sig allir upp). Þar var gaman í marga klukkutíma.

Ég er óhuggandi þegar ég hugsa um framhaldið.

Ég mókti, vakti og svaf yfir kosningasjónvörpunum, svo illa haldin að ég skipti í sífellu milli Stöðvar tvö og RÚV og hafði líka vefina uppi. Þess vegna er ég ekki enn búin að læra endanleg úrslit, svo margir flökkuðu út og inn, fögnuðu eða báru harm sinn í hljóði.

Eins og fífl hafði ég tekið að mér að fara Gullhring með Breta í dag þannig að nú er ég nokkuð rotinpúruleg að horfa á RÚV+ til að missa ekki af stjórnarmyndun ... ef ske kynni - þar sem ég var boðin í þrítugsafmæli í millitíðinni.

Erill er skemmtilegur, sólríkur erill skemmtilegri ... *geisp*


Bloggfærslur 13. maí 2007

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband