Áhætta spáhætta

Ég trúi því staðfastlega að kjósendur kjósi fyrst og fremst eftir málefnum, stefnuskrám og svo afrekum fortíðar. Engu að síður skipta frambjóðendur líka marga máli. Sjálf vildi ég eiga 10 atkvæði til skiptanna á kjördag og ég veit ekki betur en að í Þýskalandi séu þau á einhvern hátt tvö. Maður hefur óhjákvæmilega skoðun á fólki líka, dugnaði og eftirfylgni, ekki bara loforðum og skrúðmælgi.

Ég hef aldrei kosið í prófkjöri og þannig hef ég engin áhrif á uppröðun á lista.

Mér finnst óþolandi að Reykjavík skuli skipt í tvö kjördæmi og eiginlega finnst mér þénugast að hugsa mér landið allt eitt kjördæmi. Væru þá ekki 126 í framboði hjá öllum listum, bara í stafrófsröð? Eða færri, og maður fengi að velja einn lista og raða frambjóðendum þess lista í sæti? Ég hef ekki séð neinn útfæra þessa hugmynd (kannski hef ég ekki lesið réttu gögnin) en yrði það kannski eins og allsherjarprófkjör?

Mér heyrast menn vera sammála um að þeir fái ekki alltaf upp úr kössunum það sem þeir kjósa - væri eitt kjördæmi ekki bara risastór áskorun til allra í framboði?

D'Hondt hvað?


Bloggfærslur 14. maí 2007

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband