Ordnung muss sein

Á morgun er það sleðaferð á Langjökli á þýsku, vei. Und Ordnung muss sein! Þess vegna fór ég í sund og hugsaði um flekakenninguna á þýsku, den Goldenen Wasserfall, den Gletscher ... og já, nú er ég búin að undirbúa mig vel fyrir þessa dagsferð.

Hoffentlich bleibt das schöne Wetter, ich bin ja aberglaübisch, hehhe.


Sendum Dönum íslenska vinnusjúklinga

Eða hefur það kannski þegar verið reynt?

Mér finnst fréttin kátleg, í bestu merkingu, en líka óhemju óljós. Ætlar Thor Pedersen að borga meira? Hversu langur er vinnudagurinn? Vilja Danir vinna meira, yfirleitt, eða væru þeir til í að vinna meira ef þeir fengju betur borgað? Þessum spurningum svarar Moggafréttin ekki.

Það sem ég þekki til dansks samfélags æpir allt fjölskylduvinsemd, þ.e. Danir leggja meira upp úr frítíma en efnislegum gæðum sem kaupa má fyrir peninga. En ég er svo sem ekki hagvön um alla Danmörku.

Nýútskrifaðar íslenskar ljósmæður neita að vinna fyrir það kaup sem Landspítali - háskólasjúkrahús vill borga þeim. Kannski er þarna lag?

Kæmi annars almennt til greina að nýta vinnutímann betur ...? Líka hér?

-Meðan ég skrifaði þetta gæddi ég mér á den go' Haribo vingummi. Skyldi þurfa að lengja daginn í þeirri verksmiðju líka?


mbl.is „Opinberir starfsmenn í Danmörku þurfa að vinna meira"
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 25. maí 2007

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband