Jöklaferðir takmörkuð auðlind

Í þeirri von að viðskiptalögfræðingurinn ógurlegi detti einhvern tímann aftur inn á síðuna mína ætla ég að skrifa þessa tillögu:

Hvernig fyndist mönnum að setja jöklaferðir með túrista í kvóta? Það mætti úthluta kvótanum eftir ferðareynslu, þeir sem þegar hafa starfað í faginu í x ár fá daga í samræmi við söguna. Eftir einhvern tíma, hálfan mánuð eða hálfan áratug, gæti ferðaþjóninum dottið í hug að draga sig í hlé og selja dagakvótann sinn hæstbjóðanda.

Hver vinnur?

Hver tapar?

-Spyr Berglind sem er rjóð í gegn eftir vel heppnaðan dag á Langjökli. Ég fór að vísu ekki á sleða að þessu sinni en spilaði jöklagolf og renndi mér á slöngu.

Mynd:Islande Langjokull.jpg


Bloggfærslur 26. maí 2007

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband