Aðkoma og úrelding Kvennalistans

Í ljósi þrálátrar umræðu um kynjaskiptingu ráðherra ríkisstjórnarinnar velti ég fyrir mér hvort mönnum finnist almennt að Kvennalistinn hefði betur setið heima.

Skiptir máli að hafa þingmenn úr sem flestum landshlutum? Skiptir máli að aldursdreifing sé nokkur? Bakgrunnur? Menntun? Fjölskyldustaða?

Er ekki gott að hafa fjölbreytni? Af hverju urðu feðraorlof ekki almenn fyrr en fyrir sjö árum? Eru þau kannski ýkt? Vilja menn frekar að feður séu ekki heima hjá hvítvoðungunum? Taka feður fæðingarorlof og vinna svart? Það hefur maður heyrt.

Og var ekki gott að Kvennalistinn pakkaði saman og fór þegar honum fannst hann hafa áorkað því sem fyrir honum vakti?


Ég er mátulega búin að gleyma Esju-nafninu

Hótel Íslandi var í fyrra breytt í Park Inn og það lá við að ég fyndi það ekki þegar mér var stefnt þangað að sækja farþega. Einu sinni var ég með hóp á Radisson SAS Íslandi en við bílstjórinn fórum óvart á Radisson SAS Sögu með nýlenta farþega af því að upplýsingarnar voru ónógar.

Það er gott að Hilton ætlar að splæsa í veglega kynningu á nafninu. Skyldi John Cleese verða fenginn til að klæmast á íslenskri útgáfu? Hann gæti rifjað upp að hótelið hét í árdaga Essschja.

Nordica Hotel Reykjavik


mbl.is Nordica verður Hilton hótel
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 30. maí 2007

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband