Borgarbókasafn svarar ákalli mínu

Ég skrapp á bókasafnið í hádeginu og sá að búið er að setja upp sjálfsafgreiðslu í aðalsafninu, veit ekki með önnur útibú. Gleðitilfinning ógurleg hríslaðist um mitt sjálfbjarga geð. Ég neita að kalla þetta félagsfælni en mikið óskaplega hefur mér leiðst að bíða í röð til þess eins að láta einhvern annan mynda bækurnar sem ég tek til láns.

Og nú verða bókasafnsferðir mínar áreiðanlega enn tíðari.


Bloggfærslur 31. maí 2007

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband