Fimmtudagur, 31. maí 2007
Borgarbókasafn svarar ákalli mínu
Ég skrapp á bókasafnið í hádeginu og sá að búið er að setja upp sjálfsafgreiðslu í aðalsafninu, veit ekki með önnur útibú. Gleðitilfinning ógurleg hríslaðist um mitt sjálfbjarga geð. Ég neita að kalla þetta félagsfælni en mikið óskaplega hefur mér leiðst að bíða í röð til þess eins að láta einhvern annan mynda bækurnar sem ég tek til láns.
Og nú verða bókasafnsferðir mínar áreiðanlega enn tíðari.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)