Tal um stjórnarkreppu/r

Ég var ekki svikin af málþingi um stjórnarmyndanir sem ég sótti í dag. Þar fóru saman staðreyndir og spekúlasjónir; fortíð, nútíð og framtíð, stjórnarmyndanir og tilraunir til stjórnarmyndana, uppflos stjórna og þar fram eftir götunum.

Forvitnilegt og skemmtilegt heilt yfir. Verr sótt en ég hefði fyrirfram giskað á. Vika til kosninga, spennan eykst.

Á svona samkomum er stundum sagt frá spaugilegum atvikum eða forvitnileg sjónarhorn kynnt sem verða minnisstæðari en önnur, alveg óháð mikilvægi. Guðni sagði okkur dásamlega sögu af Kristjáni Eldjárn forseta sem var einhverju sinni kátur með hversu vel gekk að mynda ríkisstjórn og mælti inn á hljóðsnældu:

Oh, what a beautiful morning,
Oh, what a beautiful day,
I've got a wonderful feeling,
Everything's going my way.

Svo lánsamir geta sagnfræðingar orðið í grúski sínu að rekast á svona glaðværð.

Og svo viðraði Agnes sömu áhyggjur af hlutdrægni núverandi forseta lýðveldisins til að láta réttlátlega af hendi stjórnarmyndunarumboð og Ásta Möller er búin að draga í land með. Andlitið lengdist á sumum þegar Agnes flutti þann hluta fyrirlesturs síns og umræðurnar á eftir spunnust ekki síst um aðkomu forseta að stjórnarmyndun á hverjum tíma.


Ómalbikaðir malarvegir - hmmm

Ég heyrði útundan mér að einhverjir dómar hefðu fallið í gær. Að þessu sinni hljómuðu þeir reyndar ekki upp á óskilorðsbundna mánuði, heldur einmitt skilorðsbundna.

Mér finnst fangelsisdómur bara vera fangelsisdómur. Ef menn þurfa ekki að sitja inni er dómurinn skilorðsbundinn. Að tala um óskilorðsbundinn fangelsisdóm er eins og að tala um ómalbikaðan malarveg. Ekki satt?

 


Bloggfærslur 4. maí 2007

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband