Mánudagur, 7. maí 2007
Litlaus kosningabarátta?
Ég heyri bæði frambjóðendur og stjórnmálaskýrendur tala um daufa kosningabaráttu. Ég treysti mér ekki til að meta það, mæti á enga fundi en fylgist vel með í útvarpi, sjónvarpi og blöðum. Reyndar leiðist mér alltaf orðið kosningabarátta - eins og þetta séu slagsmál og átök.
Hins vegar þykja mér orðin dauft og litlaust passa ágætlega við grafíkina sem birst hefur með auglýsingatextum í blöðunum. Einhvern veginn eru allir frambjóðendur hinir dauflegustu á að líta. Ég keyrði framhjá stóru spjaldi á Selfossi í gær og þar litu efstu menn út eins og aðframkomnir sjúklingar. Það þykir a.m.k. mér. Að maður tali ekki um þær auglýsingar sem birtast á bestu síðum dagblaðanna.
Væri ekki ástæða til að poppa grafíkina upp og nota litaspjaldið betur, taka a.m.k. ekki burtu þann lit sem er náttúrulegur ...?
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Mánudagur, 7. maí 2007
Í sól og blíðu daginn eftir hríðarbylinn
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)