Fjórir metrar eftir

Eins og einhver fjölmiðlamaðurinn sagði eru fjórir metrar til kosninga á laugardaginn. Umhverfismál og efnahagsmál voru til umræðu í kosningasjónvarpi ÚV ohf. núna áðan. Þótt ég sé miðbæjarmús að upplagi kemur mér landsbyggðin við og ég var öll á iði yfir sjónvarpinu.

Ég var svo sein að sjá samhengi landsbyggðarinnar að það var ekki fyrr en ég fór í Leiðsöguskóla Íslands árið 2001 sem ég fór að hafa raunverulegan áhuga á henni.

Ég vann sko í fiski á Dalvík 1988 og entist ekki lengi.

Ég kenndi á Sauðárkróki 1997-8 og áttaði mig samt ekki, prísaði mig sæla þegar ég fór burt um vorið.

Ef ferðamenn eiga að halda áfram að fara um landið, njóta fegurðar náttúrunnar og fá allrahanda þjónustu verður að tryggja byggð í landinu. Svo einfaldur er sá þáttur.

Og ég horfði á síðasta Kompás með það í huga. 


Aðallega mynd af Vestmannaeyjum ...

Þegar leiðsögumenn telja farþega sína segja þeir stundum að siðareglur leyfi 10% brottfall í ferðinni þannig að ef maður leggur af stað með 40 manns er allt í lagi að fjórir týnist ofan í gjótu eða hverfi í hveri. Nú fóru 34 leiðsögumenn í leiðangur um síðustu helgi og 38 skiluðu sér í bæinn. Þetta stríðir auðvitað gegn öllum lögmálum en ég hef engar skýringar á tölunni.

Ég tók á annað hundrað myndir um helgina á sex ára klumpinn minn með lélegu upplausninni. Hér er mynd af Vestmannaeyjum sem Þórhildur tók af mér á göngunni ofan af Mýrdalsjökli. Núna tveimur dögum síðar æja og óa kálfarnir mínir óskaplega, og það þótt ég hafi hjólað á „nýja“ hjólinu mínu nokkurra kílómetra leið í morgun og nokkurra metra leið í hádeginu.

Berglind og hennar hugfólgnu Vestmannaeyjar


Bloggfærslur 8. maí 2007

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband