Vilja Íslendingar ekki spila á harmonikku?

Nei, ég hef ekki mikla skoðun á komu Rúmenanna, ég held að ég skilji bara ekki hvernig þeim datt í hug að það væri eftir einhverju að slægjast hér í kuldanum.

En menn tala um að Íslendingar vilji ekki vinna við umönnunarstörf, ekki í fiski, ekki í þjónustustörfum - þannig að miðað við það hlýt ég að álykta að við viljum ekki spila á hljóðfæri á götuhornum Laugavegarins og þess vegna fylli útlendingar það meinta skarð.

En svo undarlegt sem það er hefur enginn heyrt að menn vilji ekki vinna við að taka frá okkur ruslið. Er það svona frábært starf - eða bara nógu vel borgað og með hentugan vinnutíma?


Ég ættleiddi hjól!

Þorgeir ljósritunargoði sá aumur á mér eftir bloggfærsluna þar sem ég skældi yfir hjólleysi mínu og hringdi í mig. Nú er ég komin með nýtt hjól og ég tók mynd af því í morgun í góðum félagsskap annarra hjóla.

Menn mega giska á gripinn ...   Náin hjól í átakinu „Ísland á iði“

Nú verð ég að gæta þess betur en ég hef áður gert að pússa og smyrja.


Bloggfærslur 9. maí 2007

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband