Hugleikararnir mínir

Mér hlýnar alveg við þessa frétt. Ég þekki flesta meðlimina úr leikfélaginu mínu, Hugleik, hinir hljóta að vera rétt ókomnir í það. Margt má um Ljótu hálfvitana segja en fyrst og fremst eru þeir sprúðlandi húmoristar og ég er öldungis viss um að góða veðrið í Öskjuhlíðinni var þeim að þakka. Sólin getur ekki annað en glott út í bæði.
mbl.is Hálfvitaleg plata
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hið fullkomna atvinnuóöryggi lausráðinna leiðsögumanna

Á mánudaginn var hringt í mig frá ferðaþjónustufyrirtæki sem vildi ráða mig í vinnu á laugardaginn. Ég sagði (eftir hina hefðbundnu kynningu erindis og svona): Við náum ekki saman um kaup, ég set upp 3.500 kr. á tímann sem verktaki. Ég kaupi það, var sagt á hinum endanum, ég er fegin að geta tryggt mér þig. Og með okkur tókust samningar.

Ég hef áður unnið fyrir þetta fyrirtæki og það var tregt til að borga taxtann minn.

Í dag var síðan hringt og ég afboðuð með þeim orðum að bókanir hefðu orðið minni en reiknað var með. Viðkomandi var fyrir mína hönd ógurlega ánægð með að ég slyppi við þetta ferðalag.

Þetta gera ferðaþjónustufyrirtæki, tryggja sér leiðsögumenn vissa stóra daga og segja síðan upp dögum með þeim stutta fyrirvara sem kjarasamningar leiðsögumanna leyfa.

Ég get eiðsvarið að mér var ekki hafnað vegna þess að ég væri slakur leiðsögumaður, heldur af því að ég geri launakröfur sem eru eðlilegar en margir leiðsögumenn skirrast við að gera vegna þess að þeim FINNST SVO GAMAN AÐ FERÐAST OG FÁ MEIRA AÐ SEGJA BORGAÐ FYRIR ÞAÐ. Meðan leiðsögumenn bukka sig í auðmýkt fyrir að fá yfirleitt borgað fyrir að vinna höldum við áfram að skrapa botninn. Þessir hobbíleiðsögumenn gera sér heldur ekki grein fyrir að menn reyna að lifa af tekjum sínum.

Ég hef ábyggilega margar reglur en þær tvær sem ég vil taka fram hér og nú eru að ég legg mig alltaf 100% fram og ég hef aldrei tvíbókað daga til þess að hafa eitthvað í bakhöndinni ef ég missi daga. Þegar ég hef tekið eitthvað að mér stend ég við það. Það gerði þetta fyrirtæki ekki. Það vildi bara tryggja sér mig - þrátt fyrir taxtann - ef til kæmi.


Skýjamyndir

Netjuskýin sjálf 24. júní 2007Þessa skýjamynd tók ég í Henglinum þriðjudaginn 26. júní, og Guðríður plöntufræðingur og annar fylgdarmanna hópsins kallaði það vindskafið netjuský (leiðrétting frá síðustu færslu), sem sagt góðviðrisský enda var veðrið einstakt allan þann dag (dálítill vindur samt).

 

 

 

 

Bleiku skýin eftir miðnætti 27. júní

Og þessi er tekin úr stofuglugganum í Þingholtunum rúmlega sólarhring síðar.


Landmannalaugar í slyddu

Maður leggur af stað í sólskini og endar daginn í sólskini. Í milli er maður í Landmannalaugum í snjókomu. Svona er Ísland. Og núna er komið vel yfir miðnætti, glaðir Svisslendingar lagstir til hvílu og ég get ekki hætt að horfa á bleik vindskafin nepjuský á vesturhimninum.

Það er ekki lítið, lánið yfir manni.


Bloggfærslur 28. júní 2007

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband