Alsæll með 170 þúsund á mánuði

Ég hitti í gær í góða veðrinu kunningja fjölskyldunnar á fimmtugsaldri sem hafði verið atvinnulaus um hríð. Hann sagðist núna vera kominn með vinnu á lager og var alsæll með 170 þúsund króna grunnlaun á mánuði. Áður vann hann á spítala fyrir 110 þúsund. Honum fannst verra að mega ekki vinna yfirvinnu nema náttúrlega í gær fannst honum fínt að vera búinn kl. þrjú og „verða“ að fara út í sólina.

Hann sagðist reyndar verða fyrir kynþáttafordómum á nýja staðnum sem er honum ný reynsla. Ég hirði ekki um að tilgreina uppnefni víetnamska yfirmannsins.

Þessi fjölskylduvinur er af íslensku bergi brotinn.


Bloggfærslur 30. júní 2007

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband