Ferðaþjónustan

Nú er ég hætt í leiðsögn (aftur)! Bílstjórar hlæja að mér þegar ég segi þetta af því að þeir sjá og vita hvað mér finnst starfið skemmtilegt. En ég vann einn dag sem verktaki um daginn hjá fyrirtæki sem ég hef ekki unnið fyrir áður og hringdi í dag til að vita hvert ég ætti að senda reikninginn. Það komst á hreint. Svo sagði hún að ég ætti að rukka 1.600 kr. á tímann í dagvinnu og 2.000 í yfirvinnu - sem verktaki.

Ég sagði náttúrlega að það væri grín, þetta væri rétt um og svo undir launþegalaunum.

Ég veit ekki hvort ferðaþjónustufyrirtæki halda að leiðsögumenn séu fífl eða hvort leiðsögumenn eru raunverulega fífl.

Okkur samdist loks um einhverja fáránlega tölu, 2.580 TIL JAFNAÐAR. Af því tímakaupi þarf ég ekki bara að borga skatt heldur líka tryggingar, lífeyrissjóð, sjálfri mér orlof, standa undir fatakaupum, bókakaupum og undirbúningstíma.

Ég vinn auðvitað ekki fyrir þetta fyrirtæki framar.

Svo eru kjarasamningar lausir um næstu áramót.


Bloggfærslur 4. júní 2007

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband