Miðvikudagur, 11. júlí 2007
Offramboð notaðra bíla veldur ekki verðlækkun, segir Blaðið í dag
Á forsíðu Blaðsins er snilldarfrétt um að breiðurnar af notuðum bílum þýði ekki að verð á þeim lækki. Með leyfi, hver segir? Bílasali í Reykjavík og viðmælandi Blaðsins. Ég gef lítið fyrir þær heimildir.
Í gær frétti ég einmitt af ljómandi góðum og vel nothæfum bíl sem seldist ekki á bílasölu. Gangverðið var 390 þúsund en ásett verð 120 þúsund. Þegar eigandinn ætlaði, átta mánuðum eftir að hann hafði skráð hann á bílasöluna, að keyra hann í Sorpu og hirða 15 þúsund kallinn sinn varð á vegi hans góð kona sem leysti bílinn til sín fyrir 20 þúsund. Og halda menn að þetta sé einsdæmi?
Svona sögur segja mér miklu meira en forsíðufrétt Blaðsins í dag. Hagsmunaaðilar vilja hafa hlutina öðruvísi en þeir raunverulega eru og kjafta hluti upp og niður þegar þeir sjá sér færi á því.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)