Mánudagur, 2. júlí 2007
Ég hef verið í Lystrup
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Mánudagur, 2. júlí 2007
Helgarrapport
Sól sól skín á mig ... það þarf ekkert að hvetja þessa dagana og þá liggur heldur betur vel á minni. Ég eyddi helginni í Stykkishólmi við grill (og m.a. gráðaostasósu úr frysti sem var fyrrum gefin af góðum hug) og skrafl og miklar rökræður um heima og geima. Reyndar var skraflið ekki svo skemmtilegt (þrátt fyrir fiskaþemað sem óvænt kom upp) því að Steingrímur og Einar ruddu sig svo, m.a. með því að hreinsa bríkina í fyrstu umferð. Og þá braust fram í þeim oflætið, tééééé.
Hér má sjá Marín sýsla við salatgerð. Hún var húshaldari í þessum bústað.
Og hér er verið að dansa Makarenu af miklum móð. Ingólfur Hersir fylgist með. Potturinn var aldrei langt undan.
Laufey kynnir fyrir okkur eitthvert galdraverk sem hún keypti í New York í fyrrahaust.
Hraðinn var svo mikill að ég náði ekki framhliðinni á fraukunum.
Það var ekki að sjá að Marín þætti leiðinlegt að sjá á bak gestum sínum ...
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)