Mánudagur, 23. júlí 2007
Atgervisflótti í ferðaþjónustunni
Rétt eftir hádegið rakst ég á einn af uppáhaldsrútubílstjórunum mínum og við féllumst í faðma eins og vera ber. Hann var eitthvað svo illa haldinn að ég spurði hvort hann hefði ekki fengið að borða (sjálf var ég að koma af nýja fiskistaðnum). Þá reyndist hann hvorki hafa fengið mat né matartíma frá störfum í dag og í gær. Þar að auki er hann búinn að ákveða að hætta að keyra rútur vegna launanna. Hann átti að hækka um síðustu mánaðamót - og hann hækkaði um 11 kr. á tímann. Hann er enn ekki kominn í 900 kr. á tímann í dagvinnu og þess vegna leggur hann nú á flótta í annað starf. 900 kr. x 170 tímar = 153.000 á mánuði fyrir að bera daglega ábyrgð á allt að 70 mannslífum á ferð.
Mér skilst að Dómínós borgi fólki 1.400 kr. fyrir að svara í símann og taka niður pítsupantanir. Hrekur það einhver? Það eru þá tæpar 250 þúsund á mánuði fyrir dagvinnuna.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)