Sunnudagur, 8. júlí 2007
Reykjavíkurbréfið um ferðaþjónustuna
Höfundi Reykjavíkurbréfsins í dag finnst ástæða til að gera ferðaþjónustunni hærra undir höfði, ekki síst með því að bæta samgöngur. Því miður hef ég ekki aðgang að Mogganum á netinu því að ég er ekki áskrifandi þannig að ég las hann á pappír.
Höfundurinn gerir m.a. Gjábakkaveg og veginn að Dettifossi að umtalsefni og svei mér ef þetta eru ekki aðalflöskuhálsarnir. Það er óttalega krúttlegt í nokkrar mínútur að hossast á þessum þvottabrettum en til lengri tíma er þetta einfaldlega fyrir neðan allar hellur. Af hverju er ekki búið að laga þessa vegi sem öllum hlýtur þó að bera saman um að ekki sé vanþörf á?
Komi Reykjavíkurbréfið fagnandi.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)