Mánudagur, 9. júlí 2007
Þjónustuleysi strætó
Ég fer flestra minna ferða gangandi eða hjólandi en myndi vilja eiga val um strætó. Í dag talaði ég við Þjóðverja sem sagði farir sínar ekki sléttar. Hún gistir á Cabin í Borgartúninu og ætlaði í morgun að fá far með strætó þaðan og út í Öskju á háskólasvæðinu. Strætó kom ekki á uppgefnum tíma. Í gær reyndi hún líka að taka strætó á allt öðrum tíma. Gekk ekki heldur.
Í gær fór hún fótgangandi og í morgun tók hún leigubíl. Hún virðist ágætlega gefin og er vön strætóum heiman frá sér - en þetta gekk bara ekki.
Er þetta þjónustan sem Strætó bs./hf./ehf./fj. ætlar að bjóða notendum upp á, að ekki sé hægt að taka strætó milli hverfa í eitt eða fá skipti? Er ætlast til þess að menn skipuleggi strætóferðir sínar fyrir heilt ár og helst að heiman?
Ég vildi að ég væri áhugasamari um að kynna mér leiðirnar og tímasetningarnar en það þarf mikinn áhuga til að setja sig inn í þetta.
Ég bíð spennt eftir nafngiftum strætóstoppistöðvanna og nýjum leiðabókum. Þá kannski verður þetta raunhæft val.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)