Laugardagur, 11. ágúst 2007
Fælingaráhrif fréttaflutnings
Mér hafði dottið í hug að fara á Fiskidaginn mikla sem svo mjög er rómaður á Dalvík. Þegar hins vegar stríðar fréttir berast af margmenninu fallast mér hendur og bíllinn sjálflæsist og fælist með manni og mús. Kæmist einn bíll til viðbótar inn í bæinn eða á maður að leggja við Árskógsströnd og labba þaðan? Fengi maður gistingu?
Þetta er eins og þegar metsölubækur seljast út á það helst að vera metsölubækur.
Nei annars, það er ekki alveg sambærilegt, ég veit það. Fiskidagurinn er búinn að sanna sig.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)