Lögmálið um framboð og eftirspurn gildir ekki í leiðsögumannastéttinni

Ég veit að þetta er að bera í bakkafullan lækinn en ég verð að segja nýjustu reynslusöguna mína úr leiðsagnarheiminum.

Á föstudaginn hringdi í mig örvæntingarfull kona á ferðaskrifstofu að leita að leiðsögumanni fyrir næsta föstudag. Ég sagðist halda að ég væri laus og spurði hvað hún borgaði. Hún sagðist að bragði borga 17.400 fyrir Gullhring ef ég væri launþegi en 22.000 ef ég væri verktaki. Svo sendi hún mér upplýsingar með tölvupósti. Þá kom á daginn að vinnan átti að vera frá 14 til 24 þannig að ég sagði henni að þetta jafnaðarkaup væri of lágt, hún þyrfti að bjóða mér 22.000 sem launþega eða 30.000 sem verktaka.

Andstutta konan svaraði þá einfaldlega í tölvupósti að þau borguðu bara svona og ég stillti mig um að spyrja hvort hún hefði nokkuð velt fyrir sér af hverju hún þyrfti að hringja milljón símtöl (hennar orðalag) áður en hún fyndi leiðsögumann ...

Ég ítreka að hún vildi borga mér sem verktaka það tímakaup sem Félag leiðsögumanna hefur samið um sem launþegataxta. Því miður eru til leiðsögumenn sem falla í þessa fúlu pytti - en vonandi færri og færri.


Og hús rís í Hafnarfirði

Ég fór í Áslandið (númer 3?) til að skoða holu en þar var kominn grunnur:

Hlíðarás 27, 222 Hafnarfirði

Og heiðurinn af honum eiga Marín og Steingrímur:

Steingrímur, Laufey og Marín ... við grunninn. Á milli er bíllinn sem ekki var keyptur.

Á bílnum sem ekki var keyptur fórum við stöllur úr grunninum á Reykjanesið til að fara í Grindavíkurgöngu með Sigrúnu Franklín Jónsdóttur sem sjá má á næstu mynd:

Leiðsögumaðurinn í Bláa lóns göngunni


Bloggfærslur 13. ágúst 2007

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband