gps í gini vettlingsins

512 metra hæð yfir sjávarmáli

Við vorum svo stolt í gönguklúbbnum yfir að komast upp bratta hlíðina á Geitfjalli, alla leið upp í 512 metra. Svo skunduðum við framhjá Lambafelli og stukkum yfir Hænuhól, marga Eggjahnjúka og einn Kjúklingalegg. Þar hittum við einmitt köngurlæri (tillegg frá Dejan hinum serbneska).

Þá rifjast upp þegar Ursula hin svissneska vildi að útskriftarhópurinn hittist í Nauthólsvík og yrði ekki með vörulit. Schnilld.


Tveggja-tinda-ganga gærdagsins lukkaðist

Aðalatriði göngunnar í gær:

10 manns komust saman upp á bæði Sandfell og Geitfell við Þrengslaafleggjara í gær.

Ég hruflaði mig á sköflungnum og mér blæddi eins og ég hefði verið í Kabúl nýlega.

Við fundum berin sem Vigdís hafði ekki klárað um helgina.

Dejan tíndi 169 ber í 40 lítra poka.

Hljóðið í bíl Eiríks var sérkennilegt á bakaleiðinni.

Fyrir uppgöngu

Ragnar, Dejan, Guðný, Erna, Þorbjörg, Sigurlín, Viggó, Eiríkur (Álfhildur í hvarfi).

Mosateppi

Jafnvel mosinn veðrast.

Hvar verður álverið í Þorlákshöfn?

Ölfusárbrúin sást vel, og Vestmannaeyjar sáust um tíma.

Blóðgunin

Það var eins og ég hefði verið leidd til slátrunar á legg.Það er ekki karlmannlegt að renna upp í háls

Eiríkur var óvenjulega vel búinn í þessari fjallgöngu.

Misgengið

Við höldum að hér sé misgengi í Geitfelli.

Bláber Dejans

Þessi hrúga markar upphafið að berjaáhuga Dejans. Nú má búast við að hann komi með bláberjapæ í næstu fjallgöngur.


Bloggfærslur 15. ágúst 2007

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband