Fimmtudagur, 2. ágúst 2007
Hús- og læknisráð
Ég sullaði feitum mat í peysu sem ég var í nýlega og eftir sat fitublettur. Ráðagóðar húsmæður bentu mér á að hella yfir einhverju fitulosandi og láta liggja um stund áður en ég setti hana aftur í þvottavél. Þetta svínvirkaði.
Nú auglýsi ég eftir læknisráði. Ég er með eyrnaverk (eins og ég ímynda mér að ungbörn fái). Hann er mjög þrálátur og hefur áhrif á allan kjálkann vinstra megin. Það er erfitt að borða sem ætti ekki að vera mikill skaði en það er samt óþægilegt. Tilkenningin er svolítið eins og sársaukafull hella sem ekki fer. Kannski er ég komin með vatnshaus af tíðum sunduferðum. Hefur einhver læknisráð við þessu?
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)