Mánudagur, 20. ágúst 2007
Aumingja fasteignasalarnir
Það er ekki hægt annað en að vorkenna fasteignasölunum sem reyna hvað þeir geta að selja manni íbúðir þar sem fermetrinn er verðlagður á 350.000 krónur. Samúð mín er óskipt og þess vegna sýni ég því takmarkalausan skilning að þeir geti sjaldnast svarað spurningum mínum, eins og þeim hvernig parket sé á gólfunum, í hvaða átt svalirnar snúi, hver hússjóðurinn sé eða hvort íbúðinni fylgi geymsla. Huggun mín felst líka í því að svörin er yfirleitt að finna í gögnunum sem manni eru rétt - og útbúin af fasteignasölunum sem vita ekki svörin.
Ég er nefnilega að skoða um þessar mundir.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)