Mánudagur, 27. ágúst 2007
,,Underbar och älskad av alla"
Svo heitir myndin sem við sáum í sal 1 í bíóinu Saga á laugardaginn, daginn eftir frumsýningu. Hún var sænsk sem var frumskilyrði fyrir að nenna í bíó. Svíar virðast hafa tímann fyrir sér þegar þeir fara í bíó og þótt hana vantaði enn 20 mínútur í sýningu var kominn góður hópur af fólki að sjá sýninguna.
Underbar och älskad av alla er gamanmynd sem fór drjúgt út af sporinu en var samt jävla fyndin á staðnum og stundinni. Minnir kannski á Bríeti Jóns (Bridget Jones) að einhverju leyti, sjarmerandi ólukkukráka sem hún Bella Eklöf var.
Ég man þegar ég sá Four Weddings and a Funeral í bresku bíói forðum daga. Þá var gengið um fyrir sýninguna og manni boðið að kaupa sykrað popp og annað slikkerí af bakka sem sölumaðurinn hélt fyrir framan sig. Í sænskum bíóhúsum kemur starfsmaður inn í salinn, býður fólk velkomið og óskar því góðrar skemmtunar um leið og hann biður alla um að hafa slökkt á símunum sínum.
Hyggeligt?

Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Mánudagur, 27. ágúst 2007
Á fundi með Astrid Lindgren
Ég byrja á aðalmyndinni, þegar ég var í heimsókn í Junibacken í síðustu viku og fetaði í ... fótspor Línu langsokks sem mig minnir eindregið að hafi verið svo ógurlega sterk og átt hest sem hún hélt á og apa sem hét Níels, hehhe. En ekki nýtur sín allt á myndinni.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)