Er ég verri kúnni í bankanum af því að ég stend í skilum?!?

Nú ollu sparisjóðirnir mér vonbrigðum, tvisvar á einni viku. Á sunnudaginn heyrði til míns friðar að borga hótelreikning upp á tæpar 80.000 krónur og sveiflaði ég því e-kortinu (fyrrum) góða. Það fékk höfnun (ekki ég). Hótelstarfsmaðurinn hringdi og fékk heimild í gegnum síma og ég talaði við hr. e-kort á Íslandi sem bauðst til að hækka heimildina mína í 400.000.

Ég ætti auðvitað ekki að leggja á lesandann svona smánarlega lágar upphæðir en heimildin mín var upp á 300.000 og ég var hvergi nærri búin að nýta hana. Ekki einu sinni þegar fyrra tímabil var lagt við, það tímabil sem var búið en ekki gjaldfallið (en sparisjóðirnir leggja þetta saman sem hefur einu sinni áður komið sér illa í lok mánaðar). Merkilegur andskoti. Samtals var ég vissulega farin að nálgast 300.000 króna múrinn en ekki rjúfa hann.

Og hr. e-kort hækkaði heimildina í 400.000, bauðst til þess. Almennilegt af honum.

Svo var ég í búð áðan, keypti fyrir slatta og rétti fram kortið sem hefur líka dugað alla vikuna. En nei, það fékk höfnun. Við hringdum í Kreditkort hf. og var sagt að hringja í sparisjóðina (550-1200) af því að þar væri enn opið. Þar fengum við líka það svar að ekki væri hægt að gera neitt, ekki væri heimild til að hækka heimildina um það sem hr. e-kort hækkaði hana um um síðustu helgi! Nú var 400.000-kallinn þak (minnir mig).

Stúlkan í búðinni var algjör snillingur (ég er að meina það). Hún spurði pollróleg frk. sparisjóð hvort hún væri bara að svara í símann en ætti ekki að veita þjónustu. Þá fauk í frökenina.

Ég endaði með að borga með debetkortinu og kvaddi búðarstúlkuna með handabandi.

Og nú væri skemmtilegt að hugsa sér að vegna framboðs af vondri þjónustu og eftirspurnar eftir góðri þjónustu ætti ég að flytja viðskiptin. Ég er því miður bara ekki viss um að aðrir veiti betri þjónustu. Þó hef ég enn ekki verið tuktuð af Landsbankanum. Björgólfur Guðmundsson er viðkunnanlegur. En kannski vilja bankarnir frekar að maður skuldi og borgi of seint, lendi á FIT og haldi bönkunum uppi. Mig langar ekki til þess.

Þegar ég var komin heim með góssið fór ég beint út aftur og keypti HVÍTT HÖFUÐFAT sem mig bráðvantaði líka, ákvað að taka gleði mína á ný og byrja aftur að hlakka til morgundagsins.

Næsti kafli hefst síðan á mánudag þegar ég hringi í hr. yfirsparisjóð og reyni að veiða upp úr honum svör við þeirri spurningu hvers vegna ég fái ekki að nota úttektarheimildina sem hr. undirsparisjóður veitti mér.


Undirbúningur að veisluhöldum

Það verður garðveisla - og veðrið verður gott - annað kvöld. Helsta áhyggjuefni brúðgumans er að óvandaðir renni á hljóðið (það verður hljómsveit) og ætli að smygla sér í boðið. Ég hef boðist til að vera varðhundur, ganga um og spyrja: Hvort þeirra þekkirðu? ásamt því að segja í sífellu: Það er smáhalli í grasinu, passið ykkur á stögunum og kamarinn er þarna til suðausturs. Eftir veisluna verður moltutunnan sett yfir hauginn, hehe.

Í gær tók ég nokkrar myndir, var við heimildamyndagerð meðan aðrir lyftu tjöldum og mátuðu súlur.

Laufey og Oddur

Hér er tjaldhiminninn útbreiddur nokkuð.

Oddur og Snorri

Og hér lengra til vesturs.

Kamarflutningar

Marín, Snorri, Laufey og Þorgerður leggja gjörva hönd á plóg.

Frekari kamarflutningar ...

Ekkert lát á þessu

 

 

 

 

 

Marín á gægjum

Það þarf að styðja súlurnar, jájá.

Mynd að komast á tjaldið

Framhald á góðu

Tjaldið er 6*9 metrar

Og ég segi ekki hvaðan tjaldið kemur

Það er eins og mig minni að þetta hafi farið að gerast meðan ég var send í Melabúðina.

Litu kamrarnir nokkuð betur út en svona?

Ef einhverjum skyldi verða brátt í ... . Nei, djók, þá sendum við fólk í næstu hús. Svo er sjoppa við hliðina - til vesturs.

Þorgerður hamrar

Stögunum er komið fyrir alls staðar, líka þar sem það er ekki hægt.

Laufey runnaskreytir

Og við gætum þess að innan tjaldsins verði þessi fína runnaskreyting. En hljómsveitin ...?

Allir úr skónum

Allir inn að borða pulsur, úr skónum á meðan, nema hvað.

Tjaldveggir eins og hráviði

En upp fóru tjaldveggirnir þótt pulsugengið vildi helst ekki upp úr meltunni.

Að lokum byrjaði að rökkva

Og svona mun það líta út annað kvöld, dimmt og ókennilegt, múhhahaha.


Bloggfærslur 31. ágúst 2007

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband