Krefjandi samskipti

Þetta hugtak komst mjög afgerandi til tals í dag. Hvað eru krefjandi samskipti? Er það ekki þegar reynir á mann? Og þá kemur í ljós úr hverju maður er gerður.

Ef einhver er t.d. mjög latur í nærumhverfi manns eru samskiptin við viðkomandi krefjandi. Og hvað getur maður gert? Leitt letina hjá sér? Þannig leggur maður sig ekki fram heldur kemur sér undan. Rekið hegðunina framan í hinn lata (t.d. á vinnustað)? Þá er ég sjálf orðin gribba og með erfiða framkomu. Huhh.

Ég er líklega þessi erfiða í samskiptum (bara ekki vegna leti) og ætla til öryggis að gráta mig í svefn í kvöld. Verð góð aftur með morgninum.


Icelandair á samkeppnismarkaði?

Ég skil ekki vandræðaganginn hjá Icelandair. Af hverju er flugfélagið í stríði við starfsmennina? Á Icelandair núna Iceland Express, þarf þess vegna ekki að keppa á markaði og heldur að það geti bara ráðið lögum og lofum (loftum)? Ég hallast að því fremur en að flugfreyjum, -þjónum og -mönnum sé alls varnað í heilbrigðum samskiptum.

En ég veit ekki (enn) allt um málið. Fæ nánari fréttir bráðum ... af fundinum.


Nokkrir brullaupsgestir í tjaldinu 1. september

Hrafnhildur Steingrímsdóttir sem ekki sagði orð ...

Hrafnhildur fékk ekki að vera brúðarmær í brúðkaupi foreldra sinna en hún fékk að vera með og ÞAGÐI YFIR ÞVÍ Í HEILAN MÁNUÐ. Mamma hennar og pabbi líka og það gengur líka kraftaverki næst. Gáfust þó góð tækifæri til að tala af sér, t.d. þegar Habbý spurði Steingrím í partíinu hjá Matta 13. júlí hvort þau færu ekki bráðum að láta verða af þessu, fólk væri farið að gleyma hvenær trúlofunin hefði átt sér stað. Þá kvað Steingrímur hafa sagt: „Tíminn er svo afstæður, kannski gerðist þetta bara í gær.“

Mér láðist að taka mynd af matnum eftir að hann var reiddur fram þannig að ég hef hér með mynd af matnum áður en hann varð alveg frambærilegur. 

Undirbúningur að matnum

Guðrún og Þorgerður skáru og söxuðu af móð - eldmóð.

Guðrún og Þorgerður draga ekki af sér

Kolla „systir“ tók langtum fleiri myndir en ég, ég veit bara ekki hvar hún lúrir á þeim.

Kolbrún Mjöll Hrafnsdóttir

Melkorka las ræðu frá föður sínum, Óskari Guðmundssyni, sem sat fastur yfir hundspotti í Borgarfirðinum. Hún var flott og ég sé Steingrím í allt öðru fataljósi - og þó, ljósi Sævars Karls hafði einu sinni áður verið brugðið yfir Steingrím. Best að láta allt frekara kyrrt liggja, Steingrímur vann þá á Þjóðviljanum ...

Melkorka Óskarsdóttir

Móðurbróðir Marínar, hann Stebbi, spjallaði við ljósmyndarann.

Stebbi „frændi“

Palli og Liv

Matti og Berglind Laufey komu seint og um síðir og varla nema til hálfs.

Smjattpattar

Habbý er sem betur fer sjálfri sér lík.

Habbý fann ber (held ég)

Högni entist til hálftólf og sagði að skilnaði: Ég verð hálftíma lengur næst. - Ætli hann haldi að Marín og Steingrímur ætli að gifta sig aftur?

Ásgerður og Högni

Arna og Himmi sátu sem fastast í tjaldinu eins og plön gerðu ráð fyrir. Þær voru ekki svo fáar, spekúlasjónirnar um hvernig hægt yrði að láta alla passa þar inn. Svo rættist svo fáránlega vel úr veðrinu. En Arna og Himmi vissu hvað gjöra skyldi.

Arna og Himmi

Auður ritari bæjarstjóra og Kalli á Byggðasafninu héldu Örnu og Himma selskap. Og fleirum. Kalli, Auður og svo Steinunn og Árni komu í lögreglufylgd á staðinn og fóru í sömu fylgd ... dammdaradamm. Athugasemdir heimilar í þar til gerðu athugasemdakerfi.

Auður og Kalli

Ég þekkti ekki alla

Orri, María, Marín, Dagný, Habbý hér fyrir neðan.

Krád

Snorri og Laufey

Brúðhjónin og Gullú „systir“

Þessa mynd varð ég að taka löngu eftir miðnætti, Steingrímur hafði nefnilega áhyggjur af að stönglarnir myndu ekki endast í pinnamatinn. Á daginn kom auðvitað að við erum upp til hópa soddan óhemjur að við brúkum puttana en ekki einhverja snyrtipinna (téhé).

Stönglarnir sem eftir urðu

Núna um helgina varð ég vitni að því að fólk í götunni minni var að bjástra við að koma upp samkvæmistjaldi. Fyrst sá ég þegar það átti við himininn, svo klukkutíma síðar sá ég hliðarnar smella í og um kvöldið þegar ég kom heim sá ég og heyrði gleðilætin.


Bloggfærslur 10. september 2007

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband