Sunnudagur, 16. september 2007
Hver borgar muninn?
Ég veit ekki hvort mér skjöplaðist illilega í áhorfi á fréttir Stöðvar tvö rétt í þessu. Heimir Már Pétursson sagði frétt af flugi frá Bandaríkjunum í gegnum TravelZoo til Íslands með gistingu í tvær nætur á Hótel Loftleiðum. Pakkinn sagði hann að kostaði 36.000 kr. Ég finn bara þetta í fljótu bragði - en ef eitthvað í líkingu við þetta er satt hlýtur maður að spyrja: Hver borgar raunkostnaðinn?
Icelandair er í samkeppni við erlend flugfélög. En hver veitir Icelandair aðhald hér heima, hver er stjórnarandstaða Icelandairs?
Es. Ehemm, Icelandair býður sum sé Bretum að fljúga til Bandaríkjanna með þessari tveggja daga viðdvöl í Reykjavík. Á 36.000 krónur. Ég flaug til New York fyrir rétt tæpu ári og borgaði minn 45.000-kall með tiltölulega glöðu geði með tveggja mánaða fyrirvara. Það sem maður lætur löðrunga sig.
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 12:27 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)