Miðvikudagur, 19. september 2007
Hús flytur lögheimili sitt
Ég fylgdist ekki með heilu nóttina þegar stóð til að flytja Hverfisgötuhúsið í Bergstaðastrætið, hins vegar sá ég í gærkvöldi framhaldið og í morgun þegar húsið var komið á grunninn. Og viti menn, er það ekki bara hálfkarað. Var þetta þess virði ...?
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Miðvikudagur, 19. september 2007
Smekkfullur fundur hjá Samsonum í Listasafni Íslands í morgun
Ég ætlaði ekki að trúa mínum eigin augum þegar ég mætti á morgunverðarfundinn í Listasafni Íslands í morgun kl. 8:15. Þrátt fyrir að eiginlegur fundur ætti ekki að byrja fyrr en kl. 8:30 var þegar setið á næstum öllum uppröðuðum stólum í stóra salnum uppi. Og morgunverðarhlaðborðið var ekki til þess fallið að fæla frá.
Erindin sem voru flutt gengu út á það, eins og í Ráðhúsinu í fyrrakvöld, að miðborgin er ekki eins góð og hún gæti verið. Frummælendur, ekki síst danski arkitektinn Jan Gehl sem er hokinn af reynslu í skipulagsmálum, sýndu fram á möguleika.
Ég segi bara aftur: Vitundarvakningin er mikil og ég er full bjartsýni fyrir hönd okkar miðbæjarmúsanna. Mér sýnist sem ég þurfi að fara að hitta Sigurgeir Orra, stórvin minn og mótmælanda, á einkafundi til að spjalla um framtíðarhorfur og fortíðarvanda. Miðbærinn getur ekki bara verið hugsaður fyrir skemmtistaðaeigendur, í honum á að vera blönduð byggð.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)