Meira af verðlagseftirliti

Ég er mikið að letjast við að fylgjast með verðlagi einstakra vöruflokka. Það eru meiri möguleikar að ég geti borið saman eða bara býsnast. Og nú hljóp á snærið hjá hneykslaranum í mér.

AB-mjólk, 1 lítri, kostar 177 kr. í 10-11 en í Bónus, skv. strimli sem hafði orðið innlyksa í buddunni, kr. 127.

Í bakaríinu var mér gert að borga 635 kr. fyrir tvær kjallarabollur, tvö birkirúnnstykki, einn snúð og eitt sérbakað vínarbrauð. Mér þykir það mikið þótt ég sé borgunarmaður fyrir því. Huggun var að afgreiðslan var á íslensku. Ég þurfti ekki að þýða rúnnstykki - eða sérbakað. Það var reyndar gaman einu sinni þegar Steingrímur ætlaði að þýða sérbakað í Danmörku en það er allt önnur og hálfútlensk saga.


Bloggfærslur 23. september 2007

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband