Prófarkalas útlendingur bíómiðann?

Ég er því miður ekki sjálf búin að sjá Ratatouille en önnur viðkvæm augu ráku sig í þennan texta á bíómiða sem keyptur var inn á sýninguna:

Sýningin er með ýsl. tali


Hollendingar eiga engan þjóðarrétt

Ég sat á skrafi við Hollendinga í gær. Eins og jafnan fer maður í netta landkynningu, og m.a. hældi ég lambakjötinu okkar, talaði um að mjólkurafurðir væru orðnar að útflutningsvöru og tæpti aðeins á hvalkjöti og hákarli ásamt harðfiski. Svo spurði ég hver væri þjóðarréttur Hollendinga því að ég myndi bara eftir tréklossum og túlípönum, hugsanlega ostum.

Þau sátu tvö á móti mér þegar þetta var og urðu bæði mjög stúrin á svip þegar ég spurði um þjóðarrétt Hollendinga. Hann væri nefnilega enginn, þau væru með kóresk eldhús, japönsk, kínversk, víetnömsk og þau vissu ekki hvað og hvað - en enga eigin þjóðarrétti, ekkert hollenskt eldhús, ekkert til að státa sig af - nema hugsanlega einhverja osta.

Allt í einu rifjaðist upp fyrir mér að Ásgerður bjó í Hollandi í eina tíð og var óskaplega hrifin af Leonidas-súkkulaði. Nei, það er belgískt. Alveg rétt.

Og ég held að ég hafi farið langt með að eyðileggja fyrir þeim kvöldið því að þau héldu áfram að rifja upp fyrir hvað Holland væri frægt úr því að það ætti enga matarhefð. Það eru eiturlyf og rauða hverfið sem er einmitt svo löglegt að starfsmenn þess eru með eigið stéttarfélag og hafa verkfallsrétt!

Samúð mín var óskipt (en ég fór ekkert að segja þeim að hjá Transparency International erum við hrunin úr fyrsta sæti þjóða með litla spillingu í stjórnsýslunni og ofan í það sjötta).


Bloggfærslur 30. september 2007

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband