Af hverju lækkar matvælaverðið hjá okkur við að ganga í Evrópusambandið?

Kemst þá á eitthvert evrópskt jafnaðarverð? Getur Ísland sótt um styrki? Lækkar álagning kaupmannanna?

Af hverju lækka útlánsvextir við að ganga í Evrópusambandið?

Ég þykist vita að þetta gangi að einhverju leyti út á samninga og samkomulag en ég sé ekki beinu línuna milli þess að ganga í Evrópusambandið og að allt verðlag skáni hér.

Ef þetta snýst að einhverju leyti um álagningu kaupmanna fá þeir annað hvort alltof mikið í vasann núna eða munu fá alltof lítið eftir hugsanlega breytingu.

Hver missir spón úr aski sínum þegar verð lækkar og vaxtamunur minnkar? Milliliðir? Verður ódýrara að flytja frakt? Mér þætti gaman að komast að því.


Bloggfærslur 8. september 2007

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband