Fimmtudagur, 10. janúar 2008
Röskur atvinnurekandi óskast
Röskur* kennari, læknir, leiðsögumaður, bílstjóri, ferðamálastjóri, háseti, framkvæmdastjóri, vefhönnuður, forseti, ritari, garðyrkjumaður ... óskast. Hvað er að orðinu röskur? Mér finnst þetta viðkvæmni í þeim sem kvörtuðu. Það að vera röskur þýðir ekki að viðkomandi þurfi að vera fljótfær eða að aðrir megi ekki líka láta hendur standa fram úr ermum.
Ég man að auglýsingin var samin í Hafnarfirði en ég man ekki hverjir kvörtuðu undan notkun orðsins.
* ötull, vaskur, hvatur, snar, duglegur, tápmikill, röggsamur
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)