Hálfur mánuður liðinn

Kjarasamningar leiðsögumanna losnuðu fyrir næstum hálfum mánuði. Félag leiðsögumanna fundar með hinum og þessum um hitt og þetta. Flestir leiðsögumenn eru í öðrum störfum fram á vorið - en ekki allir. Ferðamenn eru á Íslandi upp á hvern dag og nokkur fyrirtæki eru með dagsferðir alla daga. Ýmist leiðsögumenn og bílstjórar eða ökuleiðsögumenn ferðast með ferðalangana. Og nú eru þessir launþegar án samninga.

Við erum undir regnhlíf ASÍ og nú blæs ekki byrlega á þeim vettvangi. Stóru verkalýðsfélögin leiða umræðuna og meðan það er stál í stál milli ASÍ og viðsemjenda erum við eins og mús undir fjalaketti og fáum engu þokað.

Er ekki tími til kominn að tengja?

 


Bloggfærslur 11. janúar 2008

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband