Shu - shushu

Samkvæmt ævisögunni sem ég er að lesa þýðir þetta tré - skógur sem gleður ógurlega viðfangsefni sögunnar. Þar sem tvö tré koma saman, þar er skógur.

Það lá að, kínverskan sannar þetta.


Sigmundur Davíð Gunnlaugsson er mér að skapi

Ég hef áður heyrt Sigmund tala á borgarafundum og mér líkar vel húmorinn hans í bland við vit á efninu. Hann lýsti í Silfrinu áðan í máli og myndum hvað hefur gefist vel í skipulagsmálum borga - og hvað illa. Það sem stendur til við Laugaveginn núna hefur gefist illa í öðrum löndum; borgir sem leggja áherslu á smágerða og samfellda miðborgarmynd laða til sín ferðamenn og í kjölfarið koma atvinnurekendur og fyrirtæki.

Fyrir kannski rúmu ári fór ég í Nike-búðina til að kaupa mér skó og talaði lengi við eigandann/afgreiðslumanninn. Hann sagði að pólitíkusarnir hefðu ekki lagt leið sína til hans, ekki komið á bak við eða spurt sig álits. Ég er ekki viss um að öll húsin sem sumum var hrófað upp af litlum efnum í eina tíð eigi að standa. Ég er hins vegar handviss um að byggðin við Laugaveg eigi að vera lágreist, að í því sé gæfulegri framtíð en háhýsahótelum. Sem leiðsögumaður hef ég vitaskuld líka þá skoðun því að hvernig ætlum við að koma rútunum að svona hóteli með góðu móti? Nógu er það snúið með fjölmörg önnur hótel í miðbænum.

Í sumum húsanna við Laugaveginn er erfitt að komast inn með barnavagn eða í hjólastól og ég hef engan áhuga á að halda þeim hópum frá miðbænum. Það er ástæða til að laga götuna gjörvalla að breyttum tímum í því tilliti en Sigmundur er fyrir löngu búinn að sannfæra mig um ráðleysi þess að byggja háhýsi í miðbænum.

Það er fagmennska, byggð á skoðun á fjöldamörgum örðum borgum og reynslu þeirra af réttri breytni og rangri. Ég var í Stokkhólmi í fyrsta skipti í ágúst á síðasta ári, gamla stan er heillandi. Þótt veður sé víðast betra en hér er veður stundum ágætt - og arkitektúrinn ætti líka að geta stutt við veðursæld þannig að vindstrengir verði síður og sólinni ekki haldið burtu.

Megi ráðamenn hlusta á Sigmund þegar hann talar um skipulag miðborgarinnar.


Bloggfærslur 13. janúar 2008

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband