Miðvikudagur, 16. janúar 2008
Enginn læknir í neyðarbílum meir
Ja, ég segi bara það að ég lenti á spjalli við sérhæfðan sjúkraflutningamann um daginn sem sagði að þeir væru farnir að sinna verkum læknanna í útköllum hvort eð er. Í fréttunum eru þeir núna kallaðir bráðatæknar.
Það er víðar háski en í útköllunum. Ég hef engar áhyggjur af atvinnumálum læknanna. Og eftir því sem ég kemst næst þarf ekki að hafa stórfelldar áhyggjur af lífi og heilsu verðandi sjúklinga.
Rangt mat?
Miðvikudagur, 16. janúar 2008
Með hljóðum
Ég sit í sófanum mínum og hlusta á ræðu frá Alþingi í tölvunni minni, ræðu sem var flutt á sjötta tímanum í dag. Ég er afar hrifin af þessari tækni. Og mig furðar að þingmaðurinn sem ég hlýði nú á segir tuttugu hundruð og sjö fyrir nýliðið ár. Þetta gat maður ekki áður séð - af því að maður þarf að heyra það.
*prrr*
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)