Föstudagur, 18. janúar 2008
Ég ræð ekki við mig
Ég er búin að lesa rökstuðninginn og get ekki að því gert að lítast vel á nýjan ferðamálastjóra. Ég skil áfram þá sem vildu fá starfið og höfðu hugmyndir um ferðaþjónustu til framtíðar en ég trúði strax og trúi enn að Ólöfu fylgi mikill kraftur og vilji til góðra verka.
Hins vegar er ég hugsi yfir því hvernig millinafnið er beygt. Hvernig beygir Steingrímur Sævarr millinafnið sitt? Hvernig beygjum við Stein Steinarr?
Ég veigra mér ...
![]() |
Iðnaðarráðherra rökstyður ráðningu Ólafar Ýrar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Föstudagur, 18. janúar 2008
Að spara eyrinn
Fyrir mörgum árum var ég búin að mynda mér skoðun á Sundabraut. Ég las þessa almennu umfjöllun í blöðum, hlustaði á þá sem höfðu þekkingu og skoðanir á málinu og komst að niðurstöðu sem er nú fyrnd. Ég er búin að bíða svo lengi eftir þessari samgöngubót að ég man ekki lengur hvað ég vildi. Þó grunar mig að ég hafi helst hallast að ytri leið og þá vegna þess að innri leið hafi bitnað á lífríki fjarðarins.
Nú þykja mér öll rök hníga að göngum. Ég hef ákveðið að taka mark á Gauta vini mínum og vinum hans, enda er ég afskaplega lítið skotin í hvers konar sýnilegum umferðarmannvirkjum. Kostnaður er líka svo déskoti afstæður, það sem kostar í krónum meira í upphafi getur enst von úr viti. Vel ætti að vanda það sem lengi skal standa (er þessi málsháttur til og hvernig er hann þá réttur?). Ég bið um Sundagöng.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)