Ása sá sól og Óla róla og hjóla

Fyrirsögnin er kannski ekki sérlega lýsandi fyrir Kára og Höllu sem ég sá í Hafnarfjarðarleikhúsinu í kvöld. Hún var samt notuð til að túlka kennslu fyrir útlendinga.

Það var smekkfullt á 2. sýningu þessa kolsvarta gamanleiks eins og sýningin er kynnt - og salurinn hló sárasjaldan. Mér finnst svolítið sárt að hugsa til þess vegna þess að ég hef séð verk eftir Hávar sem ég hef verið mjög hrifin af.

Hann meinar vel, deilir á neysluhyggju og útlendingafordóma en því miður með svo svakalegum klisjum að mér var aldrei komið á óvart, engin ný sýn, ekkert nýtt sjónarhorn. Persónurnar voru mjög brokkgengar, ýmist algjörlega heiladauðar eða skyndilega býsna skynsamar.

Búningar voru allir gráir og lífguðu ekki mikið upp á.

Þetta fannst mér.


Bloggfærslur 27. janúar 2008

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband