Nú er illt í efni - auðkennislykillinn gaf upp öndina

Ég hef ekki komið fram við auðkennislykilinn öðruvísi en af stakri kurteisi og elskulegheitum. Fyrir allnokkru datt endinn af þannig að ég brá teygju um stykkið allt til að endinn (hulsan) tapaðist ekki. Áðan skráði ég mig svo inn í heimabanka með fulltingi númers úr lyklinum. Korteri síðar var lykillinn allur.

Og það þori ég að hengja mig í hæsta gálga upp á að fleiri hafa sömu sögu að segja. Hvernig fer ég nú að?


Bloggfærslur 28. janúar 2008

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband