Smekkur verður ekki endilega rökstuddur

Í trausti þess að aðeins Ásinn og e.t.v. Tvisturinn lesi þessa færslu ætla ég að opinbera smekk minn fyrir Spaugstofunni. Hann hefur verið mikill, ég missi ógjarnan af þætti. Það breyttist ekki eftir áhorf síðasta þáttar. Mér þótti að sönnu togna á hnífasettabrandaranum, en Spaugstofan gerir út á ystu nöfina. Þá sjaldan Spaugstofan hefur verið með þemu, eins og geim-eitthvað eða Richard Attenborough (homo islandicus), hefur mig tekið að syfja.

Mér finnst alveg magnað hvað '89 af stöðinni eins og Spaugstofan hét í árdaga hefur elst vel, hvað þessir gaurar sem nú eru að sönnu orðnir miðaldra ná að halda dampi, viðhalda ástríðunni og hafa gaman af þessu.

Ég er aðdáandi og þarf svo sem ekki að rökstyðja það.

 


Bloggfærslur 29. janúar 2008

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband