Hlutur ferðaþjónustu í landsframleiðslu

Fyrir rétt tæpum 5 árum var reiknaður út fyrir þingmann hlutur ferðaþjónustunnar í landsframleiðslu. Þótt svarið sé frá febrúarmánuði 2003 er áætlað hlutfall frá árslokum 2001 - og það er 5%!

Ef stefnumótendur halda að tekjurnar séu ekki nema 5% af heildartekjum - eða kannski rúmlega það núna - er kannski minni furða að þeir haldi að sér höndum.

Í svarinu er líka forvitnileg tafla um hlutfall tekna eftir atvinnugreinum:

AtvinnugreinHlutfall tekna
Ferðaskrifstofur 100%  
Gististaðir 90%  
Flugsamgöngur 80%  
Samgöngur á landi 58%  
Veitingastaðir 30%  
Sala sport- og minjagripa 18%  
Menning og afþreying 12%  
Blönduð verslun 9%  
Samgöngur á sjó 4,5%  

Upplýsingar er víða að finna og nú ætla ég að reyna að upplýsa mig frekar á næstu vikum. Sumarið brestur á fyrr en varir þótt bévítans veturinn reyni af hörku að telja mér trú um annað. Hjá Hagstofunni er t.d. hafsjór fróðleiks.

Hver notar hann?


Bloggfærslur 3. janúar 2008

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband