Miðvikudagur, 30. janúar 2008
Skemmtileg myndabók
Ég eignaðist myndabók í kvöld sem ég hef blaðað í síðasta klukkutímann eða svo. Gamall samháskælingur minn og bloggvinur, Sigurgeir Orri, á hluta af heiðri kápunnar. Sá heiður er mikill því að kápan er firnaflott. Ég gratúlera, Orri.
Og bókin - skemmtilesning sem ég hefði viljað setja kommupúkann á. Myndirnar tala og tala og tala ... hins vegar. Myndefnið til 60 ára er auðþekkjanlegt allan tímann.
Ég er að reyna að tala í gátum en held að þær séu of auðleystar samt.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
Miðvikudagur, 30. janúar 2008
Leiklistardómar(ar)
Nú mætti rota mig með fjöðurstaf. Í þremur blöðum eru í dag dómar um Höllu og Kára sem ég sá á sunnudag. Sýningin olli mér vonbrigðum, einkum fyrir að vera klisjukennd og laus við nýstárleika. Þá meina ég fyrst og fremst handritið. Ég get vel fallist á að leikurinn hafi verið nokkuð góður og einkum var gaman að sjá til Vigdísar Hrefnu Pálsdóttur sem ég komst að í dag að væri dóttir Páls Baldvins Baldvinssonar.
Tveir af þremur dómurum eru mjög hrifnir af stykkinu og þá held ég að þau hljóti að hafa verið á annarri leiksýningu en ég. Á minni sýningu var Jón Valur Jónsson og við vorum grátlega sammála um skort á gæðum. Ef elsku Hafnarfjarðarleikhúsið sem hefur í áranna rás átt stórkostlega - og nýstárlega - spretti, t.d. ógleymanlegt Himnaríki, Sellófan, Síðasta bæinn í dalnum, ætlar að gera sér vonir um frekari styrki þarf það að taka sig á. Sessunautar mínir voru sammála mér, ætli bara við höfum séð í gegnum klisjurnar um neysluhyggjuna, sjónvarpssölumanninn, fátæka þjófinn og draumsýn útlendinga?
Ég vona að enginn komi með fjöðurstafinn og slái mig í hausinn, ég á svo margt ógert í kvöld.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Miðvikudagur, 30. janúar 2008
Hive eða jarðstrengur
Heimasíminn var að heiman í alla nótt. Netið var líka í dvala í alla nótt. Skyldi það vera Hive að kenna eða hjó einhver með skóflu heimtaugina mína í sundur kl. 23:03 í gærkvöldi og tjaslaði saman kl. 8:30 í morgun?
Hvað segir Ásinn? Er tímabært að skipta yfir í Vodafone?
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)