Sunnudagur, 6. janúar 2008
Mig dreymdi Michael Moore
Það hlýtur að vera út af forkosningunum í Bandaríkjunum.
Við vorum á Akureyrarflugvelli á leið til Vestmannaeyja og í einu horninu sátu Michael Moore og fleiri þekktir Bandaríkjamenn. Einhverra hluta vegna var ég með í skjóðu minni bók sem MM hafði skrifað og með hjartslætti bað ég hann að árita! Svona grúppíutaktar eru annars mjög fjarri mér.
Ég spái því að John Edwards vinni demókratamegin og vinni repúblikann sem verður ekki Rudy Guiliani. Ég held að Hillary Clinton og Barack Obama taki hvort frá öðru (þarf ekki miklar gáfur til að sjá það) og að obbi Bandaríkjamanna sé ekki tilbúinn í svona miklar breytingar. Þá sígur JE fram úr.
Þetta hefst upp úr því að dreyma mótmælanda Bandaríkjanna.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)