Ætlaði ekki Björgólfur að gera Fríkirkjuveg 11 að safni?

Fékk hann ekki húsið keypt með því fororði? Ég man ekki betur. Af hverju ætti hann þá að vilja loka garðinum til að tryggja öryggi tignargesta? Ég geng iðulega í gegnum þennan garð og mér finnst mikið frá mér tekið ef Björgólfur Thor fær að loka honum.

Mér leist hins vegar vel á að hann nýtti húsið sem safn. Ég hélt að hann ætlaði að gera sem mér líkaði.


Um refsingar fyrir umferðarlagabrot

Síðunni barst bréf frá fyrrverandi framhaldsskólakennara á fertugsaldri: 

Ef ég tæki nú upp á því að aka ... tja, við skulum segja of hratt eða undir áhrifum áfengis/lyfja, mundi ég missa bílprófið. Ég fengi líka sekt og punkta í umferðarlagakerfið. Ef ég (réttindalaus) stuttu seinna tæki svo upp á því að keyra (þrátt fyrir réttindaleysið) og væri tekin (edrú og á löglegum hraða en bara svona „óheppin“ að lenda í úrtaki löggunnar) gæti ég lengt þann tíma sem ég er réttindalaus. Þannig var það a.m.k. einu sinni. En unglingur, sem ekki er kominn með ökupróf, sem stelur bíl foreldra sinna og er tekinn þegar aksturslagið er eitthvað óvenjulegt, fær ekki frestun á bílprófsleyfi og ekki punkt í kerfið! Hann fær bara 10 þús. kr. sekt og spjall við einhvern frá barnaverndarnefnd! Það er refsingin!  Er það nema von að fólk brjóti aftur og aftur af sér í umferðinni á Íslandi þegar refsingarnar eru svona. Refsingin fyrir þetta brot unglingsins hefði átt að vera 100 þús. (en ekki 10 þús.), margir punktar í kerfið og frestun á bílprófi í a.m.k. hálft ár. Vissulega má segja að foreldrum sé í sjálfs vald sett hvernig þeir refsa börnum sínum en kerfið á líka að refsa brotafólki ... og þá helst með háum peningasektum því peningar eru það eina sem Íslendingar skilja.  Hnuss!

Bloggfærslur 14. apríl 2008

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband