Ávextir - úrval þá og nú

Á svona sorgardegi verður maður að dreifa huganum sem mest maður má. Ég fór á fyrirlestur Sólveigar Ólafsdóttur í Þjóðminjasafninu í hádeginu. Hún hefur góða frásagnargáfu, studdi fyrirlesturinn með glærumyndum af alls kyns kosti - og mér var stórskemmt.

Gæti ég látið hér við sitja.

En meðal þess sem mér fannst hún segja var að ávextir hefðu á síðustu öld ekki verið eins fágætir og börn þess tíma láta að liggja, þ.e. ömmur okkar og afar. Í ,,hinni" kreppunni var ákveðið að spara gjaldeyri - líka - og þess vegna hætt að bruðla með ávexti.

Ég skildi hana líka þannig að á fyrri hluta aldarinnar hefðu átta verslanir blómstrað í Reykjavík og allar selt ávexti - ekki keyptu bara pelsarnir og teinóttu jakkafötin, ha?

*dæs* - ég gleymdi mér þó um stund.


Bloggfærslur 6. október 2009

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband