Mánudagur, 27. júlí 2009
Er bensínverðsamkeppni horfin yfir móðuna miklu?
Eru Atlantsolía, ÓB og Orkan hætt að veita N1, Olís og Skeljungi heilbrigða samkeppni? Og umræðan dáin drottni sínum líka?
Mig vantar helling af bensíni í dag og fletti því upp á heimsíðum félaganna til að glöggva mig á verðinu. Vissulega munar allt að fjórum krónum á lítranum. En setjum sem svo að tankurinn taki 50 lítra, þá er munurinn á 183 (50x183=9.150) og 187 (50x187=9.350) 200 krónur. Og ég myndi ekki taka á mig krók fyrir 200 krónur, enda mega menn ekki gleyma að krókurinn kostar líka. Svo vilja félögin átthagabinda menn með sérmerktum kortum og lyklum sem veita einhverra króna afslátt. Ég kann þeirri tilhugsun illa.
Ég gruna olíufélögin um að vera í innbyrðis krosseign.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)