Mánudagur, 14. september 2009
Tími poppsins er liðinn
Ég ætlaði að rifja upp forna takta popp(korn)sins í potti - og nú leggur bræluna um alla íbúð. Örbylgjupopp er orðið svo dýrt og umhverfisvitund mín enn sterkari en fyrr þannig að mér fannst einboðið að tími pottapoppsins væri runninn upp á ný.
En líklega eru það bara gulrætur og gúrkur, og mandarínur þegar mikið liggur við, héðan í frá.
-sagði hún og fitjaði upp á trýnið.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)