Mánudagur, 13. desember 2010
Fyrsti kjánahrollurinn
Kannski þarf ég að éta ofan í mig alla bjartsýnina út af stjórnlagaþinginu. Kannski voru of margar prímadonnur valdar þarna inn. Kannski getur þetta fólk ekki unnið saman.
Mér finnst Neskirkja ekki rétti staðurinn fyrir óformlega spjallfundi tveimur mánuðum áður en stjórnlagaþingið hefst en mér finnst heldur ekki ástæða til að gera mál úr því. Ég held hvorki með Erni né Silju, er ekki á móti þeim heldur. Mér finnst hins vegar dapurlegt og til viðbótar kjánalegt ef fólk er byrjað að þræta núna.
Kannski þetta sé allt DV að kenna?
Og bara svo ég leggi púður í tunnuna: Hvað með þessi þrjú utan af landi? Komust þau á fundinn?
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)