Sunnudagur, 26. desember 2010
Framboð og eftirspurn á hátíðum
Ég skrönglaðist í sund eftir hádegi (enda ekki opnað fyrr) og hélt að ég ætti svæðið í lægðinni. Því var aldeilis ekki að heilsa, það var maður við mann á brautunum, í barnalauginni og í pottunum, og á bílastæðinu sýndist mér líka bíll við bíl. Mikið kynni ég að meta lengri afgreiðslutíma um jólin og að fleiri laugar væru opnar. Ekki að ég sé neitt að heimta en eftirspurninni er greinilega til að dreifa. Ég staldraði skemur og synti styttra en ég ætlaði mér.
Samt alveg gleðileg jól.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)